Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 984  —  505. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur um opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins.


     1.      Hversu mörg störf eru á vegum ráðuneytisins og stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins? Óskað er eftir sundurliðun eftir stofnunum og landshlutum.
    Í töflunni hér á eftir má sjá sundurliðun á störfum utan höfuðborgarsvæðisins flokkað eftir stofnunum og landshlutum. Eftirtaldir ríkisaðilar eru ekki með starfsfólk utan höfuðborgarsvæðisins: umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Úrvinnslusjóður, Skipulagsstofnun og Mannvirkjastofnun.

Fjöldi starfa utan höfuðborgarsvæðisins.

A: Fjöldi starfa í árslok 2017. B: fjöldi tímabundinna starfa á árinu 2017.
Vesturland Vestfirðir Norðvesturland Norðausturland Austurland Suðurland Suðurnes Samtals
Umhverfisstofnun A 2 2 0 11 2 4 0 21
B 10 5 0 7 2 14 2 40
Veðurstofa Íslands A 14 20 10 18 11 11 7 91
B 0 0 0 0 0 0 0 0
Þingvallaþjóðgarður A 0 0 0 0 0 36 0 36
B 0 0 0 0 0 31 0 31
Vatnajökulsþjóðgarður A 0 0 0 3 2 7 0 12
B 0 0 0 28 15 82 0 125
Náttúrurannsóknastöðin við
Mývatn
A 0 0 0 2 0 0 0 2
B 0 0 0 2 0 0 0 2
Skógræktin A 8 2 2 11 18 16 0 57
B 2 0 0 6 9 3 0 20
Náttúrufræðistofnun
Íslands
A 0 0 0 10 1 0 0 11
B 0 0 0 0 1 0 0 1
Landgræðsla ríkisins A 2 0 1 5 2 38 0 48
B 1 0 0 1 0 5 0 7
Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar
A 0 0 0 9 0 0 0 9
B 0 0 0 5 0 0 0 5
Landmælingar Íslands A 25 0 0 0 0 0 0 25
B 0 0 0 0 0 0 0 0
Íslenskar orkurannsóknir A 0 0 0 7 0 0 0 7
B 0 0 0 0 0 0 0 0
Samtals A 51 24 13 76 36 112 7
Samtals B 13 5 0 49 27 135 2

     2.      Telur ráðherra að unnt sé að láta vinna fleiri störf á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins?
    Af 15 stofnunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins eru 11 með starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins, þar af sex með höfuðstöðvar sínar, eins og fram kemur í töflu í svari við 1. tölul. hér að framan. Margar þessara stofnana starfa eingöngu utan höfuðborgarsvæðisins, eðli verkefna þeirra samkvæmt. Það er því ljóst að aukist starfsumfang þeirra muni það kalla á fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðis. Sumar þessara stofnana hafa við auglýsingu starfs boðið upp á þann valmöguleika að því sé sinnt á ákveðnum eða öllum starfsstöðvum sínum. Má þar nefna að Umhverfisstofnun hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að auglýsa mörg störf án sérstakrar staðsetningar og vissulega eru tækifæri í því fyrir aðrar stofnanir ráðuneytisins að fylgja því fordæmi.

     3.      Hyggst ráðherra færa störf út á land á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess, sbr. markmið byggðaáætlunar og áform ríkisstjórnarinnar í samstarfssáttmála um að stefna skuli að því að auglýsa störf án staðsetningar?
    Ráðherra hyggst skoða málið heildstætt í samstarfi við stofnanir ráðuneytisins og beita sér fyrir því að þær starfi í samræmi við þau markmið sem fram koma í byggðaáætlun og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Við framangreinda skoðun þarf að setja fram ákveðnar forsendur um skilgreiningu starfa sem auglýsa beri án staðsetningar.